Erlent

Borga með fingrafarinu

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Margir lesendur kannast eflaust við að þurfa að skanna inn fingraförin við landamæraeftirlit á flugvöllum.
Margir lesendur kannast eflaust við að þurfa að skanna inn fingraförin við landamæraeftirlit á flugvöllum. VISIR / GETTY
Mötuneyti Copenhagen Business School hefur kynnt nýstárlega leið til að greiða fyrir vörur en nú verður hægt að greiða með fingrafarinu. DR greinir frá. 

Ljóst er að nemendur þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því að gleyma kortinu heima. Hafi nemendur skráð sig geta þeir nú einfaldlega lagt fingurinn á skanna og greiðslan þannig gengið í gegn. Er sagt að breytingin muni gera fólki enn auðveldara fyrir að borga.

„Danir þurfa ekki að hafa áhyggjur af öryggi þessarar aðferðar,“ segir Jeppe Juhl-Andersen, stjórnandi eins stærsta kortafyrirtækis Danmerkur. „Það gerist að fólk verði fyrir því að pin-númerinu þeirra sé stolið, en það kemur nú ekki fyrir fingurna.“

Í dag nota margir fingraförin daglega til að opna snjallsímana sína og ætti það því ekki að vera svo fjarlægt fólki að nota fingrafarið til auðkenna sig.

Mötuneyti háskólans mun vera tilraunastofa fyrir verkefnið. Fari svo að gangi vel verður hægt að prófa fyrirkomulagið víðar.

 


Tengdar fréttir

Hægt að greiða með snjallsíma við búðarkassann

Íslenskir neytendur geta nú greitt fyrir vörur og þjónustu án þess að þurfa nokkurn tímann að taka upp seðla eða greiðslukort. Með nýrri tækni er hægt að greiða við afgreiðslukassa með snjallsímann einan að vopni.

Hafa karlmenn að féþúfu á öldurhúsum

Mál þriggja Rúmena er til rannsóknar hjá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en öll þrjú eru grunuð um að hafa með skipulögðum hætti haft fé af karlmönnum sem þau hittu fyrir á öldurhúsum í miðborg Reykjavíkur og á Akureyri um nokkurra mánaða skeið, eða frá því í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×