Innlent

Borga í vöktun Þingvallavatns

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þingvallavatn hefur verið vaktað síðan 2007.
Þingvallavatn hefur verið vaktað síðan 2007. Fréttablaðið/Garðar
Umhverfisstofnun hefur boðið sveitarfélögunum Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi aðkomu að vöktunarverkefni um lífríki og vatnsgæði Þingvallavatns.



„Umrætt verkefni hófst árið 2007 og þeir sem staðið hafa að verkefninu eru Umhverfisstofnun, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun. Við þátttöku í verkefninu munu sveitarfélögin verða að taka þátt í fjármögnun verkefnisins og þátttöku í verkefnastjórn,“ segir í fundargerð byggðaráðs Bláskógabyggðar sem tók jákvætt í erindið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×