Enski boltinn

Borðinn fjarlægður á Old Trafford

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Eins og búast mátti við hefur frægur borði sem hengdur var upp í stúkunni á Old Trafford til heiðurs David Moyes verið fjarlægður.

„Sá útvaldi“ stóð á borðanum en Moyes tók við starfi knattspyrnustjóra Manchester United af Alex Ferguson sem stýrði liðinu í 27 ár.

Moyes var sannarlega sá útvaldi en entist þó aðeins tíu mánuði í starfi. Hann var rekinn á þriðjudagsmorgun eftir að ljóst varð að United missir af Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Talið er að öðrum borða verður komið fyrir á sama stað þar sem goðsögnin Sir Bobby Charlton verði heiðraður. Hann er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi með 249 mörk.


Tengdar fréttir

Moyes-borðinn verður ekki tekinn niður

Borðinn til heiðurs Davids Moyes, knattspyrnustjóra Manchester United, fær að hanga áfram þökk sé stuðningsmönnunum sem létu búa hann til.

Borðinn gæti endað á safni

"Sá útvaldi“ stendur á frægum borða sem hefur prýtt stúku Old Trafford, leikvang Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×