Enski boltinn

Bony á leið til Stoke City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bony hefur ekki náð að festa sig í sessi í liði Manchester City frá því hann kom frá Swansea City.
Bony hefur ekki náð að festa sig í sessi í liði Manchester City frá því hann kom frá Swansea City. vísir/getty
Enskir fjölmiðlar fullyrða að Wilfried Bony sé á leið frá Manchester City á lokadegi félagaskiptagluggans í dag.

Bony er aftarlega í goggunarröðinni hjá Pep Guardiola, stjóra Manchester City, og hefur sést í grennd við æfingasvæði Stoke City í morgun.

Bony var einnig orðaður við West Ham fyrr í sumar en ef hann fer frá City í dag er óvíst hvort hann verði keyptur eða lánaður.

Hann er 27 ára sóknarmaður frá Fílabeinsströndinni sem sló í gegn með Swansea á sínum tíma. Hann var keyptur til Manchester City í byrjun árs í fyrra fyrir 25 milljónir punda.

Þá er einnig talið líklegt að franski varnamaðurinn Eliaquim Mangala sé á leið frá City en Sky Sports greinir frá því að þar komi helst til greina tveggja ára lánssamningur við Porto í Portúgal.

Markvörðurinn Joe Hart er sömuleiðis á leið frá félaginu og mun ganga til liðs við Torino sem lánsmaður út núverandi tímabil.


Tengdar fréttir

Bony gæti verið á förum til West Ham

Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham United, viðurkennir að hann hafi áhuga á að fá framherjann Wilfried Bony frá Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×