Innlent

Bónus oftast með lægsta verðið

sveinn arnarsson skrifar
Mesti munur á hæsta og lægsta verði var 57 prósent. Lítill munur var á Krónunni og Bónusi.
Mesti munur á hæsta og lægsta verði var 57 prósent. Lítill munur var á Krónunni og Bónusi. Fréttablaðið/Valli
Bónus var með lægsta verðið á 26 af 38 tegundum páskaeggja sem verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands kannaði þriðjudaginn 24. mars síðastliðinn.

Mesti verðmunur á páskaeggjum var 57 prósent. Algengast var þó að um þriðjungsmunur væri á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum í verslunum landsins. Hæst var verð á páskaeggjum oftast í verslunum Samkaupa – Úrvals, eða í 21 tilviki af 38.

Lítill munur virðist vera á Krónunni og Bónus hvað varðar verð á páskaeggjum.

Í ellefu tilvikum af 38 var Krónan með lægsta verð. Einnig má benda á að í þriðjungi tilvika þar sem Bónus var með lægsta verðið var munurinn tvær krónur milli Bónuss og Krónunnar.

Kannað var verð á algengum tegundum páskaeggja frá íslenskum framleiðendum í Bónus, Krónunni, Nettó, Iceland, Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Samkaupum, Nóatúni og Víði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×