Viðskipti innlent

Bónus lækkar verð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Euroshopper vörur lækka um 2-3% í Bónus verslunum.
Euroshopper vörur lækka um 2-3% í Bónus verslunum. Vísir/GVA
Bónus hefur í október lækkað rúmlega 600 vörur sem Bónus flytur inn frá erlendum birgjum, Bónus mun nota það svigrúm sem styrking íslensku krónunnar undanfarið gefur til verðlækkunar og treystir því að gengi krónunnar veikist ekki á næstunni, segir í tilkynningu.

Verðlækkunin er 2-5% mismunandi eftir vörum og vöruflokkum. Euroshopper vörur lækka til að mynda um 2-3%. Santa Maria mexíkóskur matur og krydd lækkar um 5%, Heima vörur lækka um 3-5% og Lífrænt Solla vörur um 3-5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×