Fótbolti

Bonucci ekki alvarlega meiddur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bonucci er lykilmaður í ítalska landsliðinu.
Bonucci er lykilmaður í ítalska landsliðinu. vísir/getty
Stuðningsmenn Juventus anda eflaust léttar eftir að ljós kom að meiðsli miðvarðarins Leonardo Bonucci eru ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu.

Bonucci þurfti að fara af velli eftir um klukkutíma þegar Ítalir steinlágu fyrir Þjóðverjum, 4-1, í vináttulandsleik á Allianz Arena í München í gær.

Bonucci sagðist hafa fundið smell í hnénu en eftir skoðun í dag kom í ljós að ekkert er slitið. Miðvörðurinn sterki mun hvíla næstu daga áður en hann byrjar að æfa á ný.

Bonucci hefur verið fastamaður í vörn Juventus undanfarin ár en hann hefur leikið 29 deildarleiki á tímabilinu og skorað tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×