Lífið

Bónorð við Gulleggin í hólmanum

Svava Björk Ólafsdóttir
Svava Björk Ólafsdóttir Vísir/Brink
„Hún þorði ekki annað en fela sig á bak við eggið til þess að trufla hann ekki,“ segir Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnisstjóri nýsköpunarkeppninngar Gulleggsins, um skemmtilegt atvik þar sem erlendur ferðamaður bað kærustunnar sinnar við gulleggin sem sett voru upp í Tjarnarhólmanum.

Starfsmaður var að leggja lokahönd á að setja eggin upp, þegar ferðamaðurinn skellti sér á skeljarnar og þorði hann ekki annað en að bíða á bak við eggið á meðan til að trufla hann ekki. „Þetta var ferlega sætt en eggin vöktu einmitt mikla athygli hjá ferðamönnum á meðan þau voru þarna,“ segir Svava.

Lokað hefur verið fyrir umsóknir í Gulleggið. Enn er samt opið fyrir þá sem eru ekki með hugmynd en vilja komast inn í teymi með hugmynd. „Við gerðum tilraun í fyrra og sáum að marga vantaði fólk í teymin sín. Við gerðum þá skráningarsíðu þar sem fólk og teymi eru pöruð saman. Með þessu vonumst við til þess að þau teymi sem vantar kannski hönnuð, forritara eða viðskiptafræðing í teymið sitt geti á auðveldan hátt komist í samband við einstaklinga sem eru fullir af áhuga á nýsköpun og frumkvöðlastarfi,“ segir Svava.

Opið er fyrir skráningar án hugmynda til 4. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×