Lífið

Bono slasaðist í hjólreiðatúr

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2
Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2 Vísir/Getty
Söngvari U2, Bono, þurfti að fara í tvær aðgerðir í kjölfar hjólreiðslyss í Central Park í New York á sunnudaginn.

Söngvarinn var nokkuð mikið slasaður. Hann brotnaði í andliti, á öxlinni og á handlegg. Handleggsbrotið var sérstaklega alvarlegt og þurfti þrjár málmplötur og 18 skrúfur til að tjasla brotinu saman.

Ekki liggur fyrir hversu lengi söngvarinn verður að ná sér en ekki er búist við öðru en að hann jafni sig að fullu.

U2 var að skipuleggja tónleikaferð en óljóst er hvaða áhrif meiðsli Bono munu hafa á ferðalagið. Hljósveitin átti að koma fram í þætti Jimmy fallon fyrr í vikunni en því var frestað vegna meiðsla söngvarans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×