Innlent

Bongóblíða í dag: Tími fyrir stuttbuxur og ermalausan bol

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kort Veðurstofu Íslands sýnir 19 stiga hita á Hvanneyri um klukkan fimm í dag.
Kort Veðurstofu Íslands sýnir 19 stiga hita á Hvanneyri um klukkan fimm í dag.
Akureyringar, Reykvíkingar og nágrannar þeirra ættu að hafa uppi á stuttbuxunum, sólgleraugunum og næla sér í óskagrillkjötið í tæka tíð. Veðurspá dagsins bendir til þess að seinni partinn verði hiti allt að 20 stig í þéttbýliskjörnunum tveimur og nágrenni þeirra. Húsvíkingar og Borgnesingar eiga sömuleiðis von á bongóblíðu. Á hitakortum Veðurstofu Íslands má sjá hita fara í allt að 22 stig.

 

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að hiti á Akureyri og Reykjavík verði 18 stig um fimmleytið en spá dagsins hljóðar upp á hita allt að 20 stigum.

Að neðan má sjá spá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga.

Á laugardag:

Austlæg átt, 8-13 m/s með S-ströndinni, en annars 3-8. Skýjað með köflum eða léttskýjað, en dálítil væta S og A-lands. Hiti 14 til 21 stig N- og V-lands, en annars 8 til 13 stig.

Á sunnudag og mánudag:

Austan 5-13 m/s og þokusúld eða rigning S- og A-lands, en annars skýjað með köflum. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast V-lands.

Á þriðjudag:

Austlæg átt, 3-10 m/s. Víða skýjað með köflum en súld við S- og A-ströndina og síðdegisskúrir V-til . Hiti 10 til 17 stig, hlýjast V-lands.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir fremur hvassa austanátt með vætu víða um land en áfram milt í veðri.

Á fimmtudag:

Snýst í suðaustlæga átt, styttir upp og léttir víða til. Heldur hlýnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×