ŢRIĐJUDAGUR 24. JANÚAR NÝJAST 11:00

Danir klóra sér í hausnum yfir viđsnúningnum á Íslandi

FRÉTTIR

Bóndi á Berjanesi: "Ég vona ađ ég lifi ţetta af“

 
Innlent
11:42 02. NÓVEMBER 2012

„Þetta er það versta sem ég hef upplifað í mörg ár - við erum bara tvö hérna heima og þykjumst vera heppin að vera heil á húfi," segir Vigfús Andrésson, bóndi á Berjanesi í Landeyjum á Suðurlandi. Mikið óveður gengur nú yfir allt landið, eins og flestum ætti að vera kunnugt um.

„Það er bara stjörnuvitlaust veður hérna. Í morgun fauk traktor á hliðina, og svo slitnaði rafmagnslínan sem liggur hérna í átt að bænum. Þannig það er rafmagnslaust," segir Vigfús. Hann segir óþægilegt að vera fastur inni í rafmagnslausu húsi „en það er verst með eignirnar. Það eru fjárhús sem standa nærri þjóðveginum hérna uppfrá, og mér sýnist þau vera fokin. Það eru hús sem eru búin að standa í 50 til 60 ár. Það er gífurlegt rok hérna, ég er alveg viss um að mestu hviður fari alveg upp í 90 metra á sekúndu, það er ég viss um," segir Vigfús bóndi.

„Það er feiknalegt öskuryk í loftinu, samt eru smábílar að keyra eftir þjóðveginum. Mér finnst að löggan hafi átt loka veginum bara með slá og hafa vit fyrir fólki. Það er skelfilegt að sjá þessa litlu smábíla fara þarna eftir veginum," segir hann.

Mikill gegnumtrekkur er í húsinu. „Það er svo sem ekkert óvenjulegt í svona verði, en það eru þónokkuð mörg ár síðan að svona vont veður var hérna." segir Vigfús og lýkur samtali við blaðamann á orðunum: „Ég vona að ég lifi þetta af."


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Bóndi á Berjanesi: "Ég vona ađ ég lifi ţetta af“
Fara efst