Viðskipti innlent

Bonafide lögmenn opna í Vestmannaeyjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsfólk Bonafide.
Starfsfólk Bonafide.
Á föstudag opna Bonafide lögmenn nýja starfsstöð í Vestmannaeyjum. Lögmannsstofan mun hafa aðsetur að Vesturvegi 10, en hún er fyrir á Klapparstíg 25-27 í Reykjavík. Stofnendur stofunnar, Lúðvík Bergvinsson og Sigurvin Ólafsson, eru báðir Vestmannaeyingar.

„Við erum hæstánægð með að vera loksins að opna í Vestmannaeyjum, og hlökkum við Sigurvin mikið til að starfa á ný í okkar heimabæ. Með opnuninni í Eyjum skapast einnig ný staða fyrir háskólamenntaðan mann í sveitarfélaginu, sem okkur þykir einnig jákvæð viðbót,“ segir Lúðvík Bergvinsson eigandi.

Við stofuna mun starfa einn staðbundinn starfsmaður, Aníta Óðinsdóttir, en allir starfsmenn stofunnar í Reykjavík koma einnig að störfum þar. Aníta útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, og hefur frá útskrift starfað hjá Sýslumanninum í Kópavogi og Vestmannaeyjum, við almenn störf á lögfræðisviði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×