MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 21:45

Ellenberg best í seinni hlutanum

SPORT

Bóluefniđ komi of seint

 
Erlent
20:16 11. MARS 2016

Þeir þrír einstaklingar sem smitaðir eru, hafa allir dvalið í Suður Ameríku að undanförnu. Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa hvatt alla til að setja sig í samband við lækni sé uppi minnsti grunur um smit en alls eru níutíu manns undir sérstöku eftirliti þar í landi. Veiran hefur komið upp víða í Evrópu, í Bandaríkjunum og í Asíu. Langflestir hafa þó smitast í Suður Ameríku. Allt kapp er lagt á að móteitur og bóluefni verði almenningi aðgengileg sem fyrst en á fundi hjá alþjóðaheilbrigðisstofnuninni fyrr í vikunni var greint frá því að enn sé of langt í land.

„Þróun bóluefnis er enn á frumstigi, og þau efni sem lengst eru komin eiga enn nokkra mánuði efti áður en fyrstu prófanir á fólki hefjast. Það er því mögulegt að bóluefni komi of seint fyrir núverandi faraldur í Suður-Ameríku, en þróun bóluefnis er samt nauðsynleg og sérstaklega bóluefni sem hentar þunguðum konum og konum á barneignaraldri,“ sagði Marie-Paule Kieny, aðstoðarforstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Bóluefniđ komi of seint
Fara efst