Sport

Bolt: Gatlin borgaði Segway-manninum fyrir að keyra á mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Usain Bolt og  Justin Gatlin eftir hlaupið.
Usain Bolt og Justin Gatlin eftir hlaupið. Vísir/Getty
Usain Bolt varð fyrir óvæntri „árás“ ljósmyndara á Segway-hjóli í dag þegar hann fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína.

Þetta er einni ótrúlegasta slysið í sögu keppninnar en það gengur oft mikið á þegar ljósmyndararnir eru að reyna að ná góðri mynd af Bolt.

Usain Bolt slapp sem betur fer ómeiddur eftir að hafa verið keyrður niður og að venju var stutt í grínið hjá kappanum.

Usain Bolt vann þarna Bandaríkjamanninn Justin Gatlin öðru sinni á stuttum tíma en Bolt varð heimsmeistari í bæði 100 og 200 metra hlaupi á mótinu.

Hlaupið hjá Bolt og atvikið ótrúlega í kjölfarið má sjá í spilaranum hér að neðan.



„Ég er að reyna að byrja með þann orðróm núna að Justin Gatlin hafi borgað honum fyrir að gera þetta,“ sagði Usain Bolt þar sem að hann sat við hlið Gatlin á blaðamannafundi. 

Gatlin svaraði:  „Ég vil þá fá peninga mína til baka því hann kláraði ekki verkið," sagði Justin Gatlin í léttum tón á moti.

Bolt tók það fram á fundinum að hann væri ómeiddur og hafi aðeins fengið nokkrar skrámur. Hann ætti því að geta hjálpað boðshlaupssveit Jamaíku að vinna gull um helgina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×