Erlent

Boko Haram réðust á stórborg í Nígeríu

vísir/ap
Hryðjuverkasamtökin, Boko Haram réðust í nótt á borgina Maiduguri í norðausturhluta Nígeríu. Harðir bardagar geisa nú í útjaðri borgarinnar þar sem stjórnarhermenn verjast innrás samtakanna. Borgin hefur mikilvægt hernaðarlegt gildi en Boko Haram reyndi síðast að ná henni á sitt vald í desember 2013 en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Tölur um mannfall hafa ekki borist en útgöngubann ríkir nú í borginni. Boko Haram samtökin voru stofnuð árið 2002 og frá 2009 hafa þau gert tíðar árásir í Nígeríu með það að markmiði að stofna íslamskt ríki. Mörg þúsund manns, flestir óbreyttir borgarar hafa verið myrtir af samtökunum á þessum tíma.


Tengdar fréttir

Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni

Landsvæði á stærð við Belgíu í norðaustur Nígeríu er nú undir yfirráðum Boko Haram. Nýjar árásaraðferðir hafa vakið mikinn óhug víða um veröldina.

Boko Haram ekki aðeins svæðisbundin ógn

Óttast er að allt að tvö þúsund hafi fallið í árásum Boko Haram í Nígeríu fyrr í mánuðinum. John Kerry segir þau ein mest ógnvekjandi hryðjuverkasamtök veraldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×