Erlent

Boko Haram drepur yfir sextíu í árás í Nígeríu

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Nígerískir stjórnarhermenn.
Nígerískir stjórnarhermenn. Vísir/EPA
Yfir sextíu eru látnir eftir sjálfsmorðsárás vígamanna Boko Haram í norðaustanverðri Nígeríu. Þá eru tæplega áttatíu slasaðir eftir árásina.

Árásin var gerð á þriðjudag fyrir utan Maiduguri í Borno, en vegna sambandsleysis var ekki gert kunnugt um morðin fyrr en degi seinna að sögn fréttastofu Reuters.

Tvær konur laumuðu sér inn í búðir flóttafólks og sprengdu sig í þeim miðjum.

Satomi Ahmad, sem fer með stjórn almannavarna á svæðinu, greindi frá atvikinu, fjölda látinna og særðra.

Boko Haram hefur nýverið gert fleiri árásir á svæðinu. Þann 31. janúar myrtu samtökin að minnsta kosti sextíu og fimm manns á svipuðum slóðum eða í Dalori sem er í um tólf kílómetra fjarlægð frá Maiduguri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×