ŢRIĐJUDAGUR 21. FEBRÚAR NÝJAST 16:30

Nćstmarkahćsta liđ Evrópu spilar í Manchester í kvöld

SPORT

Bojan áfram hjá Stoke til 2020

 
Enski boltinn
16:00 11. FEBRÚAR 2016
Bojan verđur áfram á Brittania.
Bojan verđur áfram á Brittania. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Spænski framherjinn Bojan Krkic hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarliðið Stoke City. Nýi samningurinn gildir til ársins 2020.

Bojan kom til Stoke frá uppeldisfélaginu Barcelona sumarið 2014. Hann skoraði fjögur mörk í 16 deildarleikjum á síðasta tímabili áður en hann meiddist illa á hné í janúar.

Bojan sneri aftur á völlinn í haust og hefur skorað fimm mörk í 19 deildarleikjum á yfirstandandi tímabili.

Bojan hefur reyndar ekki skorað síðan á öðrum degi jóla, í 2-0 sigri á Manchester United á Brittania Stadium. Stoke hefur gengið illa að undanförnu og er komið niður í 11. sæti úrvalsdeildarinnar eftir þrjá tapleiki í röð.

Næsti deildarleikur Stoke er gegn Bournemouth á Vitality Stadium á laugardaginn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Bojan áfram hjá Stoke til 2020
Fara efst