Erlent

Boðar skattalækkanir og atkvæðagreiðslu um ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Venju samkvæmt flutti Elísabet Bretadrottning stefnuræðu ríkisstjórnarinnar.
Venju samkvæmt flutti Elísabet Bretadrottning stefnuræðu ríkisstjórnarinnar. Vísir/AFP
Elísabet önnur Bretadrottning flutti í morgun stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar sinnar í breska þinghúsinu.

Ríkisstjórn David Cameron forsætisráðherra hyggst endursemja um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og verður niðurstaðan lögð í þjóðaratkvæði fyrir árslok 2017 þar sem kosið verður um hvort Bretland eigi að segja skilið við sambandið eður ei. Ekki var þó greint nánar frá útfærslu atkvæðagreiðslunnar.

Íhaldsflokkurinn vann sigur í bresku þingkosningunum fyrr í mánuðinum og segir Cameron að ríkisstjórn muni strax ráðast í boðaðar breytingar.

Í ræðunni var boðað að skoska þinginu verði veitt frekari völd. Þá verður þingmönnum breska þingins veitt meiri völd um þau mál sem einungis snerta England.

Ríkisstjórnin boðar jafnframt lög sem er ætlað að takast á við vaxandi öfgastefnu í landinu, auk þess að minnst var á skattalækkanir fyrir þá tekjulægstu.

Frekari upplýsingar um stefnuræðuna má nálgast á vef breska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×