Erlent

Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo

Samúel Karl Ólason skrifar
Börn leika sér í sprengjugíg í Aleppo.
Börn leika sér í sprengjugíg í Aleppo. Vísir/EPA/AFP
Ban Ki-monn, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, blöskrar yfir auknum átökum í borginnni Aleppo í Sýrlandi. Þá hefur hann áhyggjur af fregnum um notkun íkveikju- og klasasprengja. Bandaríkin, Bretland og Frakkland hafa kallað eftir skyndifundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna loftárásanna í Aleppo. Fundurinn fer fram í dag.

Frá því að stjórnarher Sýrlands lýsti því yfir að þeir myndu hætta að fylgja vopnahléi Bandaríkjanna og Rússlands hafa loftárásir á Aleppo verið auknar til muna. Talið er að minnst 91 almennur borgarin hafi látið lífið og um tvær milljónir hafa ekki aðgang að fersku vatni.

Íbúi sem Al-Jazeera ræddi við segir að ekki sé hægt að grafa lík fólks úr rústum húsa, þar sem búnaður til þess sé ekki til staðar.

„VIð erum að reyna að hjálpa hinum særðu, þeim sem lifa efa, en ástandið er hræðilegt. Eyðilegging og dauði umkringir okkur. Svo virðist sem að Rússarnir og ríkisstjórnin hafi gefið grænt ljós á að okkur sé öllum slátrað. Eins og sveltandi fólk sé ekki nógu slæmt.“

Frétt Al-Jazeera um ástandiðí Aleppo

Tengdar fréttir

Sýrlandsher hefur nýja sókn gegn uppreisnarhópum í Aleppo

Sýrlandsher tilkynnti nú undir kvöld að hann muni nú hefja nýja sókn gegn uppreisnarhópnum í austurhluta borgarinnar Aleppo, en herinn hefur staðið fyrir miklum sprengjuárásum á uppreisnarhópana síðustu daga, eða allt frá því að vopnahléinu lauk á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×