FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 17:51

Í beinni: Kvöldfréttir Stöđvar 2

FRÉTTIR

Bloomberg íhugar óháđ forsetaframbođ

 
Erlent
22:05 23. JANÚAR 2016
Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er sagđur tilbúinn ađ leggja milljarđ dollara í frambođiđ.
Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er sagđur tilbúinn ađ leggja milljarđ dollara í frambođiđ. VÍSIR/EPA

Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna í komandi forsetakosningum. Frá þessu greinir New York Times og vitnar í nafnlausann heimildarmann.


Donald Trump, sem einnig er milljarđamćringur, leiđir í forvali Repúblikanaflokksins.
Donald Trump, sem einnig er milljarđamćringur, leiđir í forvali Repúblikanaflokksins. VÍSIR/GETTY IMAGES

Bloomberg er fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, þar sem hann náði kjöri sem óháður frambjóðandi. Hann er þó fyrrverandi meðlimur í bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum en hann hefur aldrei verið kjörinn fulltrúi sem Demókrati.

Samkvæmt New York Times lét Bloomberg gera könnun á síðasta ári hvar hann stæði gagnvart þeim Donald Trump, sem leiðir í forvali Repúblikanaflokksins, og Hillary Clinton, sem er líklegust til að hljóta útnefningu Demókrata.

Bloomberg er einnig sagður tilbúinn að setja milljarð dollara, jafnvirði 113 milljarða íslenskra króna, af eigin peningum í kosningabaráttuna. 

Sjálfur hefur borgarstjórinn fyrrverandi ekki tjáð sig um málið ennþá en það hafa starfsmenn hans gert og staðfest að hann sé jákvæður fyrir framboði.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Bloomberg íhugar óháđ forsetaframbođ
Fara efst