Bloomberg íhugar óháđ forsetaframbođ

 
Erlent
22:05 23. JANÚAR 2016
Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er sagđur tilbúinn ađ leggja milljarđ dollara í frambođiđ.
Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar er sagđur tilbúinn ađ leggja milljarđ dollara í frambođiđ. VÍSIR/EPA

Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna í komandi forsetakosningum. Frá þessu greinir New York Times og vitnar í nafnlausann heimildarmann.


Donald Trump, sem einnig er milljarđamćringur, leiđir í forvali Repúblikanaflokksins.
Donald Trump, sem einnig er milljarđamćringur, leiđir í forvali Repúblikanaflokksins. VÍSIR/GETTY IMAGES

Bloomberg er fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, þar sem hann náði kjöri sem óháður frambjóðandi. Hann er þó fyrrverandi meðlimur í bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum en hann hefur aldrei verið kjörinn fulltrúi sem Demókrati.

Samkvæmt New York Times lét Bloomberg gera könnun á síðasta ári hvar hann stæði gagnvart þeim Donald Trump, sem leiðir í forvali Repúblikanaflokksins, og Hillary Clinton, sem er líklegust til að hljóta útnefningu Demókrata.

Bloomberg er einnig sagður tilbúinn að setja milljarð dollara, jafnvirði 113 milljarða íslenskra króna, af eigin peningum í kosningabaráttuna. 

Sjálfur hefur borgarstjórinn fyrrverandi ekki tjáð sig um málið ennþá en það hafa starfsmenn hans gert og staðfest að hann sé jákvæður fyrir framboði.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Bloomberg íhugar óháđ forsetaframbođ
Fara efst