Innlent

Blönduós í mál

Sveinn Arnarsson skrifar
Vísir/Pjetur
Sveitarstjórn Blönduósbæjar unir ekki úrskurði óbyggðanefndar um að Skrapatungurétt, Fannlaugarstaðir og Skálahnjúkur teldust til þjóðlenda. Hefur sveitarfélagið því höfðað mál fyrir héraðsdómi og vill láta reyna á úrskurð nefndarinnar.

Landbúnaðarnefnd Blönduóssbæjar óskaði þess að sveitarstjórn mótmælt úrskurðinum í janúar síðastliðnum.

Óbyggðanefnd hefur kveðið upp úrskurði á svæði 8a sem er Húnavatnssýslur vestan Blöndu. Fallist menn ekki á úrskurðinn má höfða einkamál innan sex mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×