Innlent

Blokkin hennar Birnu að fyllast

Gissur Sigurðsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa
Lengi vel bjó Birna Sverrisdóttir, stundum kölluð Birna í blokkinni, ein í blokkinni sem stendur við Stamphólsveg í Grindavík.
Lengi vel bjó Birna Sverrisdóttir, stundum kölluð Birna í blokkinni, ein í blokkinni sem stendur við Stamphólsveg í Grindavík.
Stærsta fjölbýlishúsið í Grindavík, sem gnæft hefur nánast mannlaust yfir bæinn í þónokkur ár, hefur nú skyndilega öðlast líf og eru allar 32 íbúðirnar að fyllast af fólki.

Þetta stendur í beinum tengslum við að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík er að hætta fiskvinnslu á Djúpavogi og á Húsavík og hefur boðið starfsfólki á þesusm stöðum störf í Grindavík.

Lengi vel bjó Birna Sverrisdóttir, stundum kölluð Birna í blokkinni, ein í blokkinni sem stendur við Stamphólsveg í Grindavík. Í samtali við Vísi í apríl sagðist hún fagna því að von væri á nágrönnum.

„Þetta er bara eintóm hamingja. Ég hlakka til að fá fólk og börn og líf í húsið,“ sagði Birna og bætti við að það hefði þó aldrei farið illa um hana í húsinu.

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri segist fagna þessum nýju íbúum.

„Þegar að lá fyrir að talsvert margt fólk væri að flytja hingað sem fylgdi þeim störfum sem Vísir var að setja upp hérna sá verktakinn sér tækifæri í því að kaupa fjölbýlishúsið, klára það og koma tuttugu íbúðum á leigumarkað. Þær hafa farið út hratt bæði til þeirra sem eru að koma til að vinna hjá Vísi og annarra sem beðið hafa á vinnumarkaði,“ segir Róbert í hádegisfréttum Bylgjunnar.

„Húsið er staðsett svo ofarlega í bænum að við sjáum að það er komið mikið líf í kringum húsið. Gaman að því að sjá ljós í glugga og fólk á ferli. Verslun og þjónusta verða vör við þegar það koma fimmtíu nýir íbúar. Þetta er ánægjuleg þróun og er að setja jákvæðan svip á samfélagið.“


Tengdar fréttir

Áframhaldandi fiskvinnsla á Djúpavogi

Fiskvinnsla hefst á Djúpavogi undir merkjum Búlandstinds um næstu áramót. Vísir hf. hefur selt fyrirtæki á staðnum, Ósnesi, hlutafé sitt í Búlandstindi á 500 þúsund krónur.

Neyðast til að flytja þvert yfir landið

Justyna Gronek og fjölskylda hennar hefur búið á Húsavík í fimm ár. Þau flytja nú til Grindavíkur þrátt fyrir að hafa nýlega fest kaupa á íbúð á Húsavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×