Lífið

Bloggarinn: Hlaupari sem berst fyrir mannréttindum

Ultra Runner Girl



Stephanie Case er mannréttindaráðgjafi hjá Sameinuðu þjóðunum og tekur hlaupaskóna alltaf með sér þegar hún ferðast vegna vinnunnar.

Hún hefur æft eða keppt í hlaupi í Víetnam, Nepal, Ástralíu, Kína, Afganistan, Kirgisistan, Ekvador, Eþíópíu og Malasíu, ólíkt flestum öðrum hlaupurum.

Á bloggi sínu heldur hún dagbók yfir ferðir sínar og hlaup og er geysilega gaman að fylgjast með því til hvaða lands hún ferðast næst. Bloggið hennar er ekki síður athyglisvert fyrir þá sem láta sér annt um mannréttindi því hún leyfir lesendum að skyggnast inn í starf sitt og kynnast ólíkum menningarheimum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×