Innlent

Blindrafélagið rannsakar störf Karl Vignis

MYND/KASTLJÓS
Karl Vignir Þorsteinsson, sem viðurkennt hefur að hafa beitt allt að 50 börn kynferðislegu ofbeldi síðustu áratugi, var sjálfboðaliði fyrir Blindrafélagið á tíunda áratug síðustu aldar.

Í yfirlýsingu frá félaginu segir að Karl hafi verið viljugur til verka sem sjálfboðaliði og var hann kosinn í nokkrar nefndir á félagsins. Gegndi hann nefndarstarfi til ársins 2006. Ragnar Bjarnason, tónlistarmaður, hafði þá samband við Blindrafélagið og greindi frá fyrri brotum Karls Vignis.

Í kjölfarið fór rannsókn fram á starfi hans. Að sögn Blindrafélagsins könnuðust hvorki starfsmenn né foreldrar þeirra barna sem tóku þátt í starfi félagsins á þessum tíma við að hann hefði brotið af sér.

Samkvæmt upplýsingum frá Blindrafélaginu vann Karl Vignir aldrei beint við ungmenna, barna- eða foreldrastarf félagsins.

Í kjölfarið á þessu var Karli Vigni tilkynnt að nærveru hans í félagsstarfi Blindrafélagsins væri ekki lengur óskað.

Í ljós nýrra upplýsinga sem fram hafa komið hefur stjórn Blindrafélagsins ákveðið að kanna nánar meðal foreldra og barna hvort að Karl Vignis hafi brotið gegn einhverjum börnum á þessum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×