Íslenski boltinn

Blikar töpuðu tveimur stigum fyrir norðan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berglind Björg er komin með 10 mörk í Pepsi-deildinni í sumar.
Berglind Björg er komin með 10 mörk í Pepsi-deildinni í sumar. vísir/hanna
Breiðablik varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu Pepsi-deildar kvenna þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Þór/KA fyrir norðan í kvöld.

Blikar tryggðu sér bikarmeistaratitilinn með sigri á ÍBV á föstudaginn en liðið náði ekki að fylgja því eftir með sigri í kvöld.

Natalia Ines Gomez Junco Esteva kom Þór/KA yfir á 19. mínútu en Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin 20 mínútum seinna. Þetta var sjötta mark Berglindar í síðustu þremur leikjum Breiðabliks.

Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust því á skiptan hlut.

Eftir leikinn var Karen Nóadóttir, fyrirliði Þórs/KA, borin af velli. Karen hefur lengi glímt við bakmeiðsli og læstist í bakinu eftir leik.

Upplýsingar um úrslit og gang mála eru fengnar frá Úrslit.net og Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×