Íslenski boltinn

Blikar taka séns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chance á að hjálpa Blikum að verja Íslandsmeistaratitilinn.
Chance á að hjálpa Blikum að verja Íslandsmeistaratitilinn. vísir/getty
Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa styrkt lið sitt fyrir lokaátökin í Pepsi-deild kvenna.

Nýsjálenska landsliðskonan Olivia Chance er komin til Blika en Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net.

Chance er 22 ára miðju- og kantmaður sem lék í fjögur ár með University of South Florida í bandaríska háskólaboltanum.

Chance hefur leikið sex A-landsleiki fyrir Nýja-Sjáland auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.

Blikar eru ekki með neitt sérstaklega breiðan hóp en liðið missir þær Guðrúnu Arnardóttur, Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur og Ástu Eir Árnadóttur út til Bandaríkjanna í nám áður en tímabilinu lýkur.

Þá eru þær Selma Sól Magnúsdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir á sjúkralistanum.

Breiðablik er með 20 stig á toppi Pepsi-deildarinnar, stigi á undan Stjörnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×