Viðskipti innlent

Bleikt.is verður að tímariti

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sylvía Rut Sigfúsdóttir mun ritstýra Bleikt, hún er ritstjóri bleikt.is.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir mun ritstýra Bleikt, hún er ritstjóri bleikt.is. Vísir/Bleikt
Útgáfufélagið Pressan ehf hefur í þessari viku útgáfu á nýju tímariti sem prentað verður í 75 þúsund eintökum. Um er að ræða tímaritið Bleikt sem gefið verður út í hverri viku og dreift í öll hús á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

"Þetta er frábær viðbót við miðilinn okkar og erum við virkilega spennt fyrir þessu verkefni. Okkur langaði að gefa lesendum prentað blað sem hægt væri að safna og leita í eftir uppskriftum, innblæstri, góðum ráðum og afþreyingu. Fyrsta tölublaðið kemur um helgina og hlökkum við mikið til," segir Sylvía Rut Sigfúsdóttir ritstýra Bleikt, en hún ritstýrir einnig vefnum bleikt.is. 

Útgefandi Bleikt er Björn Ingi Hrafnsson og framkvæmdastjóri Arnar Ægisson. Útgáfa blaðsins er liður í sókn Pressunnar á blaðamarkaði, en félagið gefur nú allt út 13 blöð sem dreift er um land allt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×