Viðskipti erlent

Bleik MacBook komin í sölu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ný MacBook er fáanleg í mörgum litum, meðal annars bleika litnum Rose Gold.
Ný MacBook er fáanleg í mörgum litum, meðal annars bleika litnum Rose Gold. Mynd/Apple
Apple kynnti í gær á markað nýja MacBook sem er þynnri léttara og með batterí sem endist klukkutíma lengur en fyrri módel. Í fyrsta sinn er hægt að fá rose gold litaða (bleika) MacBook, en liturinn var fyrst kynntur á iPhone 6S í haust.

Nýja tölvulínan kostar frá 1.299 dollurum, jafnvirði 160 þúsund íslenskra króna. Tölvan er með tólf tommu skjá og 256 gígabæta minni. Einnig er hægt að kaupa dýrari tölvu með 512 gígabæta minni.

MacBook er nú með batterí sem endist í ellefu klukkutíma, sem er klukkutíma lengur en batteríið í ellefu tommu MacBook Air, en klukkutíma styttra en í þrettán tommu MacBook Air. Apple kynnti einnig uppfærslur á minni á MacBook Air.

Sala hófst á nýju tölvunum í gegnum heimasíðu Apple í gær, en fóru í sölu í verslunum Apple í dag. Apple kynnti tölvurnar fyrst á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×