Fótbolti

Blatter mættur á HM þrátt fyrir að vera í banni frá fótbolta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sepp Blatter var forseti FIFA þegar ákvörðun var tekin um að HM 2018 færi fram í Rússlandi. Hér er hann með vini sínum, Vladimír Pútin
Sepp Blatter var forseti FIFA þegar ákvörðun var tekin um að HM 2018 færi fram í Rússlandi. Hér er hann með vini sínum, Vladimír Pútin vísir/getty
Fyrrum forseti FIFA, Sepp Blatter, var á meðal áhorfenda þegar Portúgal vann 1-0 sigur á Marókko í fyrsta leik gærdagsins á HM í Rússlandi þrátt fyrir að vera í banni frá fótbolta eftir fjölda skandala í starfi sem forseti FIFA.

Blatter mætti til Rússlands í boði Vladimír Pútin, forseta Rússlands.

„Mér líður vel og er mjög ánægður. Ég er í banni frá FIFA en það bannar mér ekki að mæta á fótboltaleiki. Ég má ekki vera forseti FIFA en hér er ég sem fótboltaáhugamaður. Ég get farið hvert sem er í heiminum og horft á leiki,“ sagði Blatter í samtali við fjölmiðla eins og sjá má á myndbandi hér fyrir neðan.

Hefur viðvera Blatter vakið nokkuð hörð viðbrögð í fótboltasamfélaginu enda Blatter alræmdur fyrir mútur, peningaþvætti og svik innan raða FIFA.

„FIFA hefur hefur átt umræður um heimsókn herra Blatter til Rússlands. Við höfum ekkert frekar um málið að segja á þessu stigi,“ var svar FIFA til BBC þegar viðbragða knattspyrnusambandsins var leitað.


Tengdar fréttir

Bann Blatter stendur að fullu

Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, tapaði máli sínu fyrir Alþjóðlega íþróttadómstólnum en endanlegur úrskurður CAS kom í dag.

Putin býður Blatter á HM

Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, segir að Vladimir Putin, Rússlandsforseti, hafi boðið sér á HM í Rússlandi á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×