Fótbolti

Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA. Er tími hans að renna út?
Sepp Blatter, forseti FIFA. Er tími hans að renna út? Vísir/Getty
Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili.

Það voru nokkrir frammíkallarar í salnum sem voru duglegir að trufla ræðu Blatter með meinhæðnum athugasemdum og þessi 79 ára gamli Svisslendingur var ekki sáttur við það.

Blatter kallaði á öryggisgæsluna og lét fjarlægja mennina úr salnum.

„Afsakið þessa truflun," sagði síðan Sepp Blatter við þinggesti áður en hann hélt áfram með ræðuna.

Aðeins 25 menn í framkvæmdanefnd FIFA voru mættir því tveir eru í fangelsi og einn flúði landið.

Blatter endaði ræðu sína á dæmigerðan Blatter máta en þarna fór maður sem er sannfærður um að hann verði endurkjörin forseti FIFA.

„Við skulum nú sýna heiminum að við getum rekið þessa stofnun í sameiningu. Með þeim orðum set ég 65. ársþing FIFA," sagði Blatter.

Í dag verður kosið á milli Sepp Blatter og hins 39 ára gamla jórdanska prins Ali bin Hussein. Ali bin Hussein er sonum kóngsins af Jórdaníu. 209 þjóðir hafa atkvæðisrétt í forsetakjörinu og þar á meðal er Knattspyrnusamband Íslands.


Tengdar fréttir

Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur?

Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins.

Forseti FIFA kjörinn í dag

Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×