Fótbolti

Blatter hefur áhyggjur af rasisma í Rússlandi

Sepp Blatter.
Sepp Blatter. vísir/getty
Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur áhyggjur af því mikla kynþáttaníði sem viðgengst í rússneska fótboltanum.

Búið er að gefa út skýrslu þar sem þessi mál eru skoðuð síðustu tvö tímabil. Í skýrslunni eru talin upp meira en 200 atvik um kynþáttaníð í rússneska boltanum.

„Ég er meðvitaður um þessa skýrslu og það er engin spurning að við höfum áhyggjur af þessu," sagði Blatter.

HM 2018 fer fram í Rússlandi og á síðasta ári biðlaði Blatter til Vladimir Pútin Rússlandsforseta um að tækla þetta vandamál.

Man. City lék í Meistaradeildinni í Moskvu í október. Þá voru engir áhorfendur í stúkunni að styðja CSKA Moskvu enda var verið að refsa félaginu fyrir meðal annars kynþáttaníð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×