Lífið

Blása til veislu á sunnudaginn

DJ Mamacita, Formaðurinn og Davíð & Hjalti.
DJ Mamacita, Formaðurinn og Davíð & Hjalti.
Sunnudagsklúbburinn á Paloma í Naustinni hefur vakið mikla athygli síðustu mánuði, enda hefur hann boðið upp á metnaðafull og vel sótt klúbbakvöld þar sem margir af færustu plötusnúðum landsins hafa látið ljós sitt skína.

Á sunnudaginn verður blásið í þrettánda kvöldið á vegum Sunnudagsklúbbnum og munu Davíð & Hjalti, DJ Mamacita og Formaðurinn koma fram. Það má búast við góðri mætingu enda bendir allt til þess að margir muni fagna góðu gengi íslenska landsliðsins ef það nær að tryggja sig á EM þetta kvöld.

Klúbburinn siglir nú inn í haustdagskránna, og er hún ekki af verri endanum. 
Formaðurinn ásamt öðrum meðlimum stjórnarinnar hafa lagt hart á sig og látið hendur standa fram úr ermum til að standast þær væntingar sem myndast hafa yfir sumarvertíðina,“ er skrifað í fréttatilkynningu frá Sunnudagsklúbbnum.



„Á þessu fyrsta kvöldi Sunnudagsklúbbsins eftir smá hlé stíga á stokk nýgræðingarnir og dáðadrengirnir Davíð og Hjalti, en þeir gáfu nýverið út smáskífu undir merkjum Lagaffe útgáfunnar og eru að leggja lokahönd á þá næstu. Þeirra aðalsmerki og viðurværi er hústónlist af dýpri gerðinni sem er vænleg til að skekja skrokka næsta sunnudagskvöld og einnig um ókomna tíð.

Næsta ber að nefna stúlku eina sem viðloðandi hefur verið húsmenningu okkar Íslendinga um árabil. Þekktust er hún innan geirans fyrir stuðboltaskap, teitistaumhald og almennt góðan þokka, þannig að það ætti að koma þægilega á óvart að hún mun snúa skífum fyrir dansi á þessum fyrsta Klúbb á nýju starfsári.

Að sjálfsögðu er það eins og fyrri daginn Formaðurinn sjálfur sem verður gestum kvöldsins innan handar og mun leika lög af fingrum fram af sinni einstöku snilld.

Gestum og gangandi er bent á að skilja sorg og sút eftir heima og í staðinn koma með lífsvilja, létta lund og að sjálfsögðu gömlu góðu dansskóna.




Tengdar fréttir

Fagna tíu ára afmæli Systematic Records

Tíu ára afmælispartý Systematic Recordings verður haldið á Paloma í Naustinni í kvöld. Sunnudagsklúbburinn heldur veisluna fyrir Systematic og mun stofnandi útgáfunnar, Marc Romboy, meðal annars koma fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×