Erlent

Blár himinn og ís á Plútó

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd af Plútó sem tekin var af New Horizons geimskipinu í síðustu viku, sem sýnir bláan lit himinsins.
Mynd af Plútó sem tekin var af New Horizons geimskipinu í síðustu viku, sem sýnir bláan lit himinsins. Vísir/NASA

Himinninn á dvergplánetunni Plútó er blár og á yfirborðinu má finna frosið vatn. Þetta kom í ljós þegar myndir frá geimfarinu New Horizons bárust til Jarðar í síðustu viku. Liturinn myndast við endurvarp sólarljós af nítrogenögnum í gufuhvolfi Plútó.



„Hver myndi búast við bláum himni í Kuiperbeltinu? Þetta er unaðslegt,“ er haft eftir Alan Stern á vef NASA. Hann fer fyrir hópi vísindamanna sem rannsökuðu gögnin frá New Horizons.



Það sem einnig hefur vakið athygli vísindamanna er að á yfirborði Plútó má finna frosið vatn. Það finnst þó eingöngu á afmörkuðu svæði.

Hér má sjá hvar frosið vatn fannst á yfirborði Plútó.Vísir/NASA

„Á stórum hluta Plútó er ekki hægt að finna vatn á yfirborðinu,“ segir Jason Cook, einn vísindamanna sem fór yfir gögnin. Hann segir teymið vera að vinna að því að skilja af hverju svo sé.



Svæðið á myndinni hér að ofan er um 450 kílómetra breitt. Samkvæmt vísindamönnum er vatnið á plánetunni rautt (Sjá mynd hér að neðan), en þeir hafa ekki gert sér grein fyrir enn hvers vegna það er.



New Horizons geimfarið er nú í rúmlega fimm milljarða kílómetra fjarlægð frá Jörðu og NASA segir geimfarið virka fullkomlega.

NASA birti nýverið þessa litarmynd af dvergpánetunni. Vatnið sem fannst á yfirborði plánetunnar er á rauða hluta hennar.Vísir/NASA


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×