Fótbolti

Blanc áfram hjá frönsku meisturunum til 2018

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blanc átti farsælan feril sem leikmaður áður en hann hellti sér út í þjálfun.
Blanc átti farsælan feril sem leikmaður áður en hann hellti sér út í þjálfun. vísir/getty
Laurent Blanc hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við franska meistaraliðið Paris Saint-Germain. Blanc mun því stýra liðinu til ársins 2018.

Blanc var ráðinn knattspyrnustjóri PSG sumarið 2013 og undir hans stjórn hefur liðið tvívegis orðið franskur meistari og einu sinni bikarmeistari.

PSG á meistaratitilinn vísan í ár en liðið er með gríðarlega yfirburði í frönsku deildinni. Þegar 25 umferðum af 38 er lokið er PSG með 69 stig, 24 stigum meira en Monaco sem er í 2. sæti.

Lærisveinar Blanc eru einnig komnir í 8-liða úrslit frönsku bikarkeppninnar eftir 3-0 sigur á Lyon í gær.

Þá er PSG einnig komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir Chelsea.

Áður en Blanc tók við PSG stýrði hann Bordeaux og franska landsliðinu. Hann gerði Bordeaux að frönsku meisturum 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×