Fótbolti

Blanc: Erum ekki nógu góðir - engin krísa samt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Laurent Blanc svekktur eftir jafnteflið í gær.v
Laurent Blanc svekktur eftir jafnteflið í gær.v vísir/getty
Laurent Blanc, þjálfari Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain, segir liðið sitt ekki nógu gott til að endurtaka yfirburði síðasta tímabils, en hafnar því að það sé krísa í gangi hjá félaginu.

PSG gerði jafntefli við Lyon, 1-1, í gær þar sem Edison Cavani kom hinu rándýra PSG-liði yfir en Samuel Umtiti jafnaði metin fyrir gestina.

Parísarliðið er taplaust í frönsku 1. deildinni eftir sex umferðir, þremur stigum frá toppnum, en búið að gera fjögur jafntefli í fyrstu sex umferðunum.

Laurent Blanc, þjálfari PSG, var spurður að því hvort það væri krísa í gangi hjá liðinu vegna úrslitanna í byrjun tímabilsins.

„Maður bíður með að tala um krísu fyrr en í nóvember, en kannski fáið þið krísu í október núna,“ svaraði Blanc.

„Við kunnum reglurnar. Hjá liði eins og PSG verður maður að á úrslitum. Við vitum að við erum ekki nógu góðir til að stýra leikjum eins og við gerðum á síðsutu leiktíð. Nú þurfum við bara að leggja harðar að okkur,“ sagði Lauren Blanc.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×