Erlent

Blair hyggst hætta sem sérlegur sendimaður í Miðausturlöndum

Atli Ísleifsson skrifar
Blair hefur verið sendimaður Kvart­etts­ins svokallaða, sem sam­an­stend­ur af ESB, Rússlandi, Sam­einuðu þjóðunum og Banda­ríkj­un­um.
Blair hefur verið sendimaður Kvart­etts­ins svokallaða, sem sam­an­stend­ur af ESB, Rússlandi, Sam­einuðu þjóðunum og Banda­ríkj­un­um. Vísir/AFP
Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hyggst láta af embætti sínu sem sérlegur sendimaður í Miðausturlöndum í júní.

Reuters hefur þetta eftir heimildarmönnum.

Financial Times hefur áður greint frá því að Blair vilji láta af embættinu, meðal annars vegna slæms sambands hans og fulltrúa palestískra yfirvalda.

Blair hefur verið sendimaður Kvart­etts­ins svokallaða, sem sam­an­stend­ur af ESB, Rússlandi, Sam­einuðu þjóðunum og Banda­ríkj­un­um, frá árinu 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×