Innlent

Blái naglinn fundaði með forseta um rannsóknir

Benedikt Bóas skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Jóhannes V. Reynisson, frá Bláa naglanum.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Jóhannes V. Reynisson, frá Bláa naglanum. Mynd/Jóhannes V. Reynisson
Jóhannes Reynisson, forsvarsmaður Bláa naglans, hitti Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í vikunni þar sem þeir ræddu um framfarir í krabbameinsrannsóknum og stofnun styrktarsjóðs fyrir grunnrannsóknir á krabbameini. Sjóðurinn verður stofnaður þann 27. mars, og gerðist Guðni stofnfélagi að sjóðnum sem verður í samstarfi við krabbameinslækna, vísindasamfélagið og líknarfélög svo nokkur dæmi séu tekin.

Með sjóðnum vill Jóhannes koma með nýja nálgun í krabbameinsrannsóknir og stöðva krabbamein í fæðingu með svokallaðri snemm-greiningu. „Ég vil að einstaklingur komi reglulega og kerfisbundið á fimm ára fresti til rannsókna á DNA og RNA frá tvítugsaldri.

Það eru ótal vinklar í þessu en þetta er ný nálgun og ávinningurinn er gríðarlegur.“ Hægt er að gerast stofnfélagi í gegnum vefsíðuna Blái naglinn. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×