Innlent

Blæs fram á kvöld

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það mun blása á höfuðborgarbúa fram eftir degi.
Það mun blása á höfuðborgarbúa fram eftir degi. Visir/Pjetur
Landsmenn á sunnan- og vestanverðu landinu mega búast við hvassviðri fram eftir degi.

Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að samspil smálægða sunnan og vestan við landið og hæðarhryggs fyrir austan valdi því að hvass vindstrengur liggi með nú suður- og vesturströndinni.

Dálítil væta fylgir lægðaganginum, einkum sunnan- og vestanlands, en annars verðu lengst af þurrt og jafn vel bjart veður. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, hlýjast syðst. Þá muni hins vegar draga úr vindi í kvöld og nótt en á morgun leggst í allhvassa eða hvassa austanátt og er gert ráð fyrir talsverðri rigningu suðaustanlands. Hvassast á annesjum.

Áfram milt veður fram að helgi, en þá lægir síðan og léttir víða til, en kólnar jafnframt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Austan 8-15 m/s, en 15-20 með suðurströndinni. Rigning S- og A-lands, en annars bjart með köflum. Hiti 3 til 10 stig, mildast S-lands.

Á föstudag:

Austan 13-20 m/s NA-lands, en annars suðvestlæg átt, 8-15, hvasssast á annesjum. Víða talsverð rigning, en þurrt að kalla NV-til. Lægir og styttir upp þegar líður á daginn, fyrst syðra. Hiti 3 til 9 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á laugardag:

Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil væta austast. Kólnandi veður.

Á sunnudag:

Vaxandi austlæg átt og fer að rigna S- og A-til, annars víða bjartviðri. Fremur svalt í veðri.

Á mánudag og þriðjudag:

Útlit fyrir austanáttir með vætu víða á landinu, síst þó N-lands og heldur hlýnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×