Innlent

Blaðamenn sagðir fá verulegar taxtahækkanir

Birgir Olgeirsson skrifar
Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Anton Brink
Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir samninga í gærkvöldi vegna Morgunblaðsins, 365 og RÚV. Á vef Blaðamannafélags Íslands er samningurinn sagður innan þeirra marka sem samið var um á almennum vinnumarkaði og er sagður hækka taxta blaðamanna verulega.

Ný launatafla felst í þessum samningum og er í þeim sérstök bókun um endurskoðun reglna um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði. Er samningurinn sagður afturvirkur til 1. maí síðastliðinn og verða greidd atkvæði um hann á næstu vikum en atkvæðagreiðslu þarf að vera lokið fyrir 21. Júlí.

Sjá samninginn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×