Lífið

Blaðamannaspáin: Ísland upp úr undanúrslitunum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Spá blaðamannanna.
Spá blaðamannanna. mynd/davíð lúther
Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. Hefð er fyrir því að blaðamennirnir spái fyrir um brautargengi laganna, sem þó reynist ekki alltaf sannspá.

Líkt og veðbankar spá þeir Svíþjóð og Noregi efstu sætunum tveimur. Tíu stig skilja af Aserbaijan og Ísrael, sem skipa þriðja og fjórða sætið. Töluverður stigamunur er á fimmta og sjötta sæti, Slóveníu og Lettlandi, eða 124. Loks kemur Svartfjallaland með 427 stig og Litháen með 415. Ísland skipar níunda sæti listans með 413 stig og Tékkland tíunda og síðasta sætið með 378 stig.

Sjá einnig: Lögin í kvöld kynnt til leiks

Sautján lönd etja kappi og komast tíu þeirra áfram í kvöld. Lögin sjö sem blaðamennirnir telja að verði út undan eru Pólland, Kýpur, Írland, Malta, Sviss, San Marino og Portúgal.



Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.




Tengdar fréttir

„Gífurlegur spenningur hjá öllum“

María Ólafsdóttir stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision í Vín í kvöld. Stífar æfingar munu því standa yfir fram að stóru stundinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×