Bílar

BL frumsýnir rafmagnaðan BMW i3

Finnur Thorlacius skrifar
Á laug­ar­dag frumsýnir BL raf­bíll­inn BMW i3 sem þykir um margt ein­stak­ur í sinni röð, hvort sem litið er til smíði hans, hönn­un­ar og efn­is­notk­un­ar, svo og dræg­is bíls­ins. Um­hverf­is­stofn­un Banda­ríkj­anna hef­ur vottað BMW i3 sem spar­neytn­asta raf­bíl allra tíma og BMW i3 með bens­ín­ljósa­vél sem spar­neytn­asta „bens­ín­bíl­inn“. Við framleiðslu og samsetningu á i3 er eingöngu notuð græn orka frá vatnsaflsvirkjun og vindorkuveri.

Langdræg rafhlaða

Und­ir­vagn BMW i3 er smíðaður úr áli og yf­ir­bygg­ing­in úr koltrefj­um og er i3 fyrsti fjölda­fram­leiddi bíll­inn í heim­in­um sem hannaður er með yf­ir­bygg­ingu úr hástyrkt­um koltrefj­um. Þær eru 50% létt­ari en stál og auk þess sterk­ari. Koltrefjar og ál eru helsta ástæða þess að eig­in þyngd bíls­ins er aðeins 1.245 kg, sem ger­ir hann lang­dræg­asta rafbíl­inn í sín­um stærðarflokki, með allt að 300 km drægni.

Náttúrulegir innviðir

Í BMW i3 eru 95% innviða í farþega- og far­ang­urs­rými i3 úr nátt­úru­leg­um og endurvinn­an­leg­um efnum. Þannig eru kenafþræðir áber­andi í fyr­ir­ferðar­mikl­um hlut­um í farþega­rým­inu. Kenaf er 100% nátt­úru­legt efni úr moskusrós­um og er 30% létt­ara en plastefni sem alla jafna eru notuð þar sem kenaf er í i3. Notk­un þessa efn­is gerði m.a. kleift að minnka veru­lega plast­notk­un í bílnum.

Ull, ólífu­lauf og trölla­tré

Einnig má geta þess að 40% af yf­ir­borði sæt­anna eru úr ull til að jafna hita­stig á milli heitra og kaldra daga. Við það spar­ast orka sem meðal ann­ars færi í sæt­is­upp­hit­un. Þá er allt leður í inn­rétt­ing­unni litað með lauf­um ólífu­trjáa sem koma í stað kemískra litarefna og gefa leðrinu auk þess nátt­úru­leg­an og falegan lit. Í farþegarýminu er einnig að finna gúmmí­tré af myrtuætt sem er einn fljót­sprottn­asti viður ver­ald­ar og hef­ur innbyggða vörn gegn raka. Viðurinn þarf um 90% minni yf­ir­borðsmeðhöndl­un en hefðbund­inn viður og hefur mjög fallegt yfirbragð. All­ur viður sem notaður er í i3 kem­ur úr ræktuðum vottuðum nytja­skóg­um.

Sami BMW krafturinn

BMW i3 er fá­an­leg­ur í tveim­ur út­færsl­um. Ann­ars veg­ar sem 100% raf­bíll sem dreg­ur allt að 300 km á hleðslunni, og hins veg­ar sem tví­orku­bíll með bæði raf­hlöðu og tveggja strokka, 647cc bens­ín­hleðslu­vél sem ræs­ir sig sjálf þegar bæta þarf raf­magni á raf­hlöðuna. Í þeirri út­færslu dreg­ur BMW i3 390 km. Raf­mótor­inn í BMW i3 er 170 hest­öfl með 250 Nm há­mark­s­togi. Úr kyrrstöðu er i3 aðeins 7,3 sek­únd­ur að ná 100 km hraða.

BMW i3 verður frum­sýnd­ur næsta laug­ar­dag, 27. ág­úst milli kl. 12 og 16, í BMW-salnum við Sæv­ar­höfða.

Laglegt innanrými og óvenjuleg efnisnotkun.
Grind bílsins er úr óvenjulegri blöndu efna og ofurlétt.





×