Lífið

Bjuggu til mest pirrandi hljóð í heiminum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Á hverjum degi heyrir maðurinn fjöldann allan af viðvörunarhljóðum sem hönnuð eru til að ná athygli hans; allt frá hljóðunum sem farsímar gefa frá sér þegar þeim berast smáskilaboð til gargsins í vekjaraklukkunni á morgnanna.

Þess vegna er mikilvægt að viðvörunarhljóð sem gæti bjargað mannslífum nái athygli fólks - og að mati sálfræðingsins Carryl Baldiwn er það best gert með því að hafa það nógu fjandi pirrandi.

Baldwin einsetti sér í störfum sínum í George Mason-háskólanum í Virgíníu að búa til hljóð sem varar bílstjóra við hugsanlegum árekstri.

Hér að neðan má sjá - og ekki síst heyra - hvernig Carryl Baldwin tókst til í rannsóknum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×