Innlent

Björt framtíð í Snæfellsbæ

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/aðsend
Björt framtíð í Snæfellsbæ hefur ákveðið að bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga í bæjarfélaginu þann 31.maí næstkomandi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Ákvörðun um framboð kemur fram í kjölfar undirbúningsfunda þar sem farið hefur verið yfir málefni sveitarfélagsins, rýnt í þá góðu vinnu sem unnin hefur verið af fyrri bæjarstjórnum en jafnframt lagðar inn þær áherslur sem félagsmenn B.F. telja nýtast bæjarfélaginu best til að verða enn betra samfélag en nú er.

Hér að neðan má sjá þá aðila sem skipa efstu sjö sætin á lista Bjartrar framtíðar í Snæfellsbæ:

Efstu sjö sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Snæfellsbæ.

1. Hallveig Hörn, Leikskólaliði og hagfræðinemi

2. Sigursteinn Þór Einarsson, Húsasmiður og söngvari

3. Gunnsteinn Sigurðsson, Kennari, þroskaþjálfi og leikstjóri

4. Helga Lind Hjartardóttir, Námsráðgjafi og verkefnastjóri

5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, Verkakona og frumkvöðull

6. Birgir Tryggvason, Verkamaður og slöngutemjari

7. Halldóra Unnarsdóttir, Skipstjóri og frístundaleiðbeinandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×