Innlent

Björt framtíð í Hafnarfirði vill samstarf allra flokka í bæjarstjórn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Guðlaug vill vinna með öllum.
Guðlaug vill vinna með öllum.
Björt Framtíð í Hafnarfirði vill vinna með öllum flokkum í bæjarstjórn. Þetta segir Guðlaug Kristjánsdóttir oddviti flokksins þar í bæ. „Við sjáum ekki tilganginn í því að hafa einhvern hluta þessarar ellefu manna bæjarstjórnar í fyrstikistunni ef svo má segja. Við viljum að allir rói í sömu átt.“

Guðlaug segir að þetta hafi komið svolítið flatt upp á fólk í öðrum flokkum. „Við vorum aldrei tilbúin að mynda hefðbundinn meirihluta og taka einhverja U-beygju. Þetta kom hinum flokkunum vissulega á óvart. Í ellefu manna bæjarstjórn eru margir með mismunandi bakgrunn og kemur úr allskonar rekstri. Við viljum nýta krafta allra.“

En hvernig gengur þetta upp?

„Við þurfum að finna samnefnarann. Við þurfum að vera sammála um hver verkefnin eru og svo getum við unnið að sama markmiðinu. Okkur finnst þetta tilraunarinnar virði, að nýta krafta allra. Okkur finnst það ekki skynsamleg ráðstöfun á fjármagni bæjarins að nýta ekki alla bæjarfulltrúana. Við lögðum áherslu á breiða samstöðu í okkar kosningabaráttu og fengum góða kosningu. Okkur finnst mikilvægt að standa við það.“

Hvern viljið þið sjá sem bæjarstjóra?

„Viðræðurnar eru ekki komnar þangað.  Við erum enn að kynna þessar hugmyndir fyrir öðrum flokkum. Og áður en við vitum hvaða grunni við viljum vinna eftir viljum við ekki festa okkur í hugmyndum um hver á að vera bæjarstjóra.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×