Innlent

Björninn unninn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Búið er að drepa ísbjörninn í Skagafirði. Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri Héraðsfréttablaðsins Feykis, staðfesti það rétt í þessu í samtali við Vísi en hún var sjónarvottur að atburðinum. Aldrei náðist að koma deyfilyfinu í björninn svo að hann var skotinn er hann tók á rás í átt að fjölmiðlafólki.

Dýrið var sært og illa haldið og hefði ekki þolað flutning hefur Guðný eftir fagaðilum á staðnum.

Ekki þurfti að nota búrið sem flutt var frá Danmörku.MYND/Feykir/Davíð Orri Ágústsson

„Það er vatn fyrir neðan þar sem við erum stödd og fjörukambur og sjórinn þar handan við. Hann er sem sagt að hlaupa meðfram sjónum í áttina að okkur þegar þeir skjóta hann," sagði Guðný enn fremur í samtali við Vísi.

„Dýrið var laskað og illa farið og hafði greinilega verið á sundi lengi. Mikil ferð komst á dýrið þegar reynt var að komast í færi við það með deyfibyssunni. Að hafa svona dýr laust í náttúru Íslands er alveg ótækt," sagði Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúruverndarstofu Norðurlands vestra, í yfirlýsingu er hann gaf blaðamönnum.

Von er á yfirlýsingu frá umhverfisráðherra um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×