Innlent

Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björn Einarsson, formaður Víkings, myndi halda áfram í vinnu sinni hjá TVG Zimzen og sinna formennsku KSÍ launalaust.
Björn Einarsson, formaður Víkings, myndi halda áfram í vinnu sinni hjá TVG Zimzen og sinna formennsku KSÍ launalaust.
Björn Einarsson, formaður Víkings, íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ eins og Vísir greindi frá í gær. Björn myndu sinna starfinu launalaust, sem hefðbundinni stjórnarformennsku, en fram hefur komið að laun formanns eru á aðra milljón króna.

Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar næstkomandi. Formaðurinn Geir Þorsteinsson gefur áfram kost á sér í starfið en bæði Björn og Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, íhuga báðir framboð.

Ég tel að ég hafi góða reynslu í þetta og ég myndi gera þetta sem hefðbundna stjórnarformennsku. Þannig að sterk skrifstofa með sterkan framkvæmdastjóra sæi um daglegan rekstur. Það er mín sýn,“ segir Björn í viðtali við Fréttablaðið í dag.

1140 þúsund krónur á mánuði

Björn sagði við Vísi í gær að að síminn hafi mikið hringt og ákall um breytingar sé augljóst. 

„Ég hef aldrei fundið jafn mikið fyrir því og nú. Ég hef verið lengi í því að reka íþróttafélag og það er dýrmæt reynsla og ég er líka með mikla rekstrarreynslu í fyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis. 

Geir upplýsti á ársþingi KSÍ í fyrra að laun formanns væru 1140 þúsund krónur á mánuði.

Geir hefur gegnt formennsku frá árinu 2007 en var þar á undan framkvæmdastjóri sambandsins. Óhætt er að segja að forverar Geirs hafi gegnt embætti lengi en Eggert Magnússon gegndi stöðunni í átján ár og Ellert B. Schram í sextán ár þar á undan.

 


Tengdar fréttir

Guðni sefur á ákvörðun sinni fram yfir áramót

Guðni Bergsson liggur enn undir feldi og gefur ekki upp hvort hann ætli að fara í formannskjör hjá KSÍ. Þrýst er á Björn Einarsson, formann Víkings, að fara fram. Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ síðan 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×