Körfubolti

Björn í Njarðvík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björn Kristjánsson er genginn í raðir Njarðvík frá Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla í körfubolta. Karfan.is greinir frá.

Björn mun því spila með bróður sínum Oddi Kristjánssyni í Njarðvík á næsta ári, en Njarðvík skrifaði undir samning við Hauk Helga Pálsson og Stefan Bonneau í gær.

„Þrátt fyrir ungan aldur er Björn hlaðinn reynslu og kemur úr stórkostlegur meistaraliði KR síðustu ára," sagði Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í samtali við Körfuna.

Í vetur var mikil umræða og gengu ásakanir á milli Njarðvíkur og KR að Njarðvík hafi talað við Björn án leyfis. Fréttiranr má lesa hér neðar.

„Þetta er vissulega ánægjulegt fyrir okkur þar sem að Björn er yfirvegaður leikstjórnandi og getur líka farið í skotbakvörðinn Við erum ekki bara að hugsa til næsta tímabils heldur hugsum við þetta til framtíðar og ætlum okkur stóra hluti," sagði Gunnar.


Tengdar fréttir

ÍR-ingar segjast ekki hafa rætt við Björn

ÍR-ingar sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem þeir hafna því að hafa rætt við Björn Kristjánsson, bakvörð Íslandsmeistara KR, eins og Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, hélt fram í samtali við Vísi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×