Fótbolti

Björn Bergmann fjórði bróðirinn sem skorar fyrir landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björn Bergmann skorar sitt fyrsta landsliðsmark.
Björn Bergmann skorar sitt fyrsta landsliðsmark.
Björn Bergmann Sigurðarson kom Íslandi á bragðið gegn Kósóvó í leik í undankeppni HM. Staðan í hálfleik er 0-2, Íslendingum í vil.

Þetta var fyrsta mark Björns fyrir A-landsliðið og hann er þar með fjórði bróðirinn sem skorar fyrir íslenska landsliðið.

Hálfbræður Björns, þeir Þórður, Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir, skoruðu allir fyrir landsliðið á sínum tíma.

Þórður skoraði 13 landsliðsmörk í 58 leikjum og þeir Bjarni og Jóhannes Karl skoruðu sitt markið hver.

Fylgjast má með leiknum í beinni textalýsingu með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×