Fótbolti

Björn Bergmann skoraði tvö í sigri Molde

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björn Bergmann í búningi FCK þegar hann var á mála hjá þeim.
Björn Bergmann í búningi FCK þegar hann var á mála hjá þeim. vísir/getty
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði tvö mörk fyrir Molde sem vann 4-2 sigur á Odds Ballklubb í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Björn Bergmann kom Molde yfir með tveimur mörkum, fyrra á þeirri þrettándu og síðara á 64. mínútu áður en Steffen Hagen og Bentley skoruðu fyrir Odds og jöfnuðu metin.

Tobias Hammer Svendsen og Harmeet Singh tryggðu svo Molde sigur með tveimur mörkum í uppbótartíma, en Molde er í sjöunda sætinu.

Toppliðið Rosenborg tapaði stigum gegn Brann í toppbaráttunni, en liðið gerðu 1-1 jafntefli. Rosenborg er nú með tólf stiga forskot, en Brann er í þriðja sætinu.

Jakob Orlov kom Brann yfir á þriðju mínútu, en Christian Gytkjær jafnaði metin á 69. mínútu sem hvíldi leikmenn í dag. Liðið á mikilvægan leik í Evrópudeildinni í vikunni.

Hólmar Örn Eyjólfsson og Guðmundur Þórarinsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Rosenborg, en Matthías Vilhjálmsson var tekinn af velli í hálfleik.

Aron Elís Þrándarson spilaði í 50 mínútur þegar Álasund tapaði 3-0 fyrir Stabæk á útivelli í dag. Álasund er í fimmtánda sætinu með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×