MIĐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER NÝJAST 11:17

Einn farţegi enn á gjörgćslu eftir rútuslysiđ á Ţingvallavegi

FRÉTTIR

Björn Bergmann borinn af velli

 
Enski boltinn
18:18 09. JANÚAR 2016
Björn Bergmann í leik međ FCK ţegar hann var á láni ţar.
Björn Bergmann í leik međ FCK ţegar hann var á láni ţar. VÍSIR/GETTY
Anton Ingi Leifsson skrifar

Björn Bergmann Sigurðarson var borinn af velli í leik Wolves og West Ham á Upton Park í Lundúnum í dag. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Björns Bergmanns fyrir Wolves í háa herrans tíð.

Björn Bergmann gekk í raðir Wolves sumarið 2012 og hefur leikið 56 leiki fyrir liðið á þeim tíma. Hann hefur þó glímt við meiðsli og farið á lán til Molde og FCK í Danmörku.

Hann kom inná í sínum fyrsta leik í tvö ár á nýársdag þegar hann kom inná sem varamaður fyrir James Henry í 1-0 sigri Wolves á Brighton í ensku B-deildinni.

Skagamaðurinn var svo í byrjunarliðinu í dag, en meiddist á 56. mínútu og var borinn af velli. Samkvæmt Twitter-síðu Wolves segir að BJörn hafi meiðst á baki og sé í meðhöndlun þessa stundina.

Nikica Jelavic skoraði sigurmarkið á 84. mínútu, en West Ham er því komið áfram í fjórðu umferð keppninnar á meðan Wolves er dottið úr leik.

Benik Afobe, aðalframherji Wolves, er að ganga í raðir Bournemouth samkvæmt heimildum ytra og því eru þetta slæm tíðindi fyrir Björn sem hefði eflaust fengið fleiri tækifæri ef Afobe hyrfi á braut.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Björn Bergmann borinn af velli
Fara efst